Hjálparstarfsmenn í hættu 20. október 2004 00:01 Fulltrúum alþjóðlegra hjálparsamtaka er oft mikil hætta búin í þeim löndum sem þeir starfa í en starfsmanni einna slíkra samtaka var á þriðjudaginn rænt í Írak. Íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins hafa oft komist í hann krappann en fyrir tólf árum var einn þeirra, Jón Karlsson hjúkrunarfræðingur, myrtur í Afganistan. Mannrán í Írak Ránið á Margaret Hassan, yfirmanni hjálparstofnunarinnar CARE í Írak, hefur vakið óhug víða um heim. Hassan hefur unnið við hjálparstörf í þrjátíu ár og hefur íraskt ríkisfang en það kom ekki í veg fyrir að óþekktir öfgamenn námu hana á brott. Myndir hafa birst á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera af henni bundinni og gefa örlög annars bresks gísl, Kenneths Bigley, ekki tilefni til bjartsýni. Guðbjörg Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur fór til Íraks á vegum Alþjóða Rauða krossins í fyrrasumar og hitti þar Margaret Hassan á fundi um skipulag hjálparstarfs í landinu. Ræddu þær stuttlega saman og kom Hassan Guðbjörgu fyrir sjónir sem "afar skýr og skelegg og flott kona". Guðbjörg segir Hassan hafa talað af mikilli þekkingu um aðstæður og horfur í landinu og hafa flestar hennar spár um þróun mála ræst. Guðbjörgu var mjög brugðið við að heyra af ráninu á Hassan. "Þegar maður hefur hitt manneskjuna og veit um hennar hagi og hversu mikið hún ber hag þessarar þjóðar fyrir brjósti þyrmir yfir mann." Á meðan á dvöl hennar í Írak stóð lenti Guðbjörg sjálf aldrei í verulegri hættu, fyrir utan eitt skipti þegar skothríð hófst fyrir utan matvörubúð sem hún var stödd í. Biðu menn þá átekta þar til allt féll í ljúfa löð. Stórhættulegar aðstæður. Ránið á Margaret Hassan vekur upp spurningar um öryggi starfsfólks hjálparsamtaka á átakasvæðum. Svo virðist að alþjóðlegar hjálparstofnanir séu í síauknum mæli skotmörk hryðjuverkamanna og öfgahópa og má í því sambandi minna á þegar höfuðstöðvar Alþjóða Rauða krossins í Bagdad voru sprengdar upp fyrir um ári síðan. Mannræningjar velja sér gjarnan fórnarlömb með hliðsjón af því hversu mikla athygli mannránið vekur og vera má að Hassan hafi verið rænt af þeim sökum, svo sem sjá má af athyglinni sem ránið hefur vakið. Rauði kross Íslands hefur um árabil gert út sendifulltrúa víða um heim og reynir hann af fremsta megni að tryggja öryggi þeirra en að sögn Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúi RKÍ, verður aldrei mögulegt að útiloka alla hættu. "Menn hafa miðað við að ef beinlínis er verið að ráðast á starfsmenn Rauða krossins eða þeir eru skotmörk þá eru þeir auðvitað ekki sendir á vettvang. Hins vegar er þörfin fyrir aðstoð oft mest þar sem öryggi er hvað ótryggast og því verða hjálparstarfsmenn eðli málsins samkvæmt að vinna við slíkar aðstæður. Galdurinn er að finna jafnvægið í þessum efnum," segir Þórir. Engir Íslendingar eru að störfum í Írak á vegum Alþjóða Rauða krossins í dag. Morð í Afganistan Vorið 1992 var 39 ára gamall íslenskur hjúkrunarfræðingur, Jón Karlsson að nafni, skotinn til bana í Afganistan þegar hann var þar við störf á vegum Rauða krossins. Þessi hörmulegi atburður gerðist í bænum Mayden Shar sem er um þrjátíu kílómetra utan við Kabúl en þar var Jón á ferð að ná í særða menn og flytja þá til höfuðborgarinnar. Án nokkurs tilefnis hóf maður nokkur sem staddur var á vettvangi skothríð og lést Jón samstundis en samstarfsmenn hans sakaði ekki. Þetta atvik er án efa það alvarlegasta sem sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa lent í. Gínandi byssukjaftar Þorkell Diego Þorkelsson hefur starfað sem sendifulltrúi víða um heim og sá á sínum tíma um að skipuleggja alla flutninga fyrir Rauða krossinn á Balkanskaga. Hann hefur nokkrum sinnum komist í hann krappann en sem betur fer hefur aldrei farið illa. Þorkell telur að virðingin fyrir starfsfólki Rauða krossins fari minnkandi með árunum og aðstæður þess verði hættulegri í samræmi við það. Fyrir um áratug síðan var Þorkell á ferð í bíl í Júgóslavíu með tveimur túlkum. Þeir spurðu til vegar en áttuðu sig of seint á því að um hermenn var að ræða sem gættu vegar að fangabúðum. Hermennirnir brugðust ókvæða við og tóku að brjóta rúður bílsins og allt í einu sér Þorkell einn þeirra standa fyrir framan bílinn með stóran riffil og hleypa af nokkrum skotum. Þorkell náði að bakka bílnum og á endanum að koma sér á brott án þess að neinn særðist. Í annað skipti var Þorkell á ferð um Sierra Leone og "var tekinn í karphúsið," eins og hann segir sjálfur. Þá var hann í bíl sem æstur múgur gerði aðsúg að. Reyndi múgurinn að draga Þorkel út en sem betur fer héldu samferðamenn hans honum traustataki. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði fólkið náð að draga Þorkel út. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Fulltrúum alþjóðlegra hjálparsamtaka er oft mikil hætta búin í þeim löndum sem þeir starfa í en starfsmanni einna slíkra samtaka var á þriðjudaginn rænt í Írak. Íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins hafa oft komist í hann krappann en fyrir tólf árum var einn þeirra, Jón Karlsson hjúkrunarfræðingur, myrtur í Afganistan. Mannrán í Írak Ránið á Margaret Hassan, yfirmanni hjálparstofnunarinnar CARE í Írak, hefur vakið óhug víða um heim. Hassan hefur unnið við hjálparstörf í þrjátíu ár og hefur íraskt ríkisfang en það kom ekki í veg fyrir að óþekktir öfgamenn námu hana á brott. Myndir hafa birst á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera af henni bundinni og gefa örlög annars bresks gísl, Kenneths Bigley, ekki tilefni til bjartsýni. Guðbjörg Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur fór til Íraks á vegum Alþjóða Rauða krossins í fyrrasumar og hitti þar Margaret Hassan á fundi um skipulag hjálparstarfs í landinu. Ræddu þær stuttlega saman og kom Hassan Guðbjörgu fyrir sjónir sem "afar skýr og skelegg og flott kona". Guðbjörg segir Hassan hafa talað af mikilli þekkingu um aðstæður og horfur í landinu og hafa flestar hennar spár um þróun mála ræst. Guðbjörgu var mjög brugðið við að heyra af ráninu á Hassan. "Þegar maður hefur hitt manneskjuna og veit um hennar hagi og hversu mikið hún ber hag þessarar þjóðar fyrir brjósti þyrmir yfir mann." Á meðan á dvöl hennar í Írak stóð lenti Guðbjörg sjálf aldrei í verulegri hættu, fyrir utan eitt skipti þegar skothríð hófst fyrir utan matvörubúð sem hún var stödd í. Biðu menn þá átekta þar til allt féll í ljúfa löð. Stórhættulegar aðstæður. Ránið á Margaret Hassan vekur upp spurningar um öryggi starfsfólks hjálparsamtaka á átakasvæðum. Svo virðist að alþjóðlegar hjálparstofnanir séu í síauknum mæli skotmörk hryðjuverkamanna og öfgahópa og má í því sambandi minna á þegar höfuðstöðvar Alþjóða Rauða krossins í Bagdad voru sprengdar upp fyrir um ári síðan. Mannræningjar velja sér gjarnan fórnarlömb með hliðsjón af því hversu mikla athygli mannránið vekur og vera má að Hassan hafi verið rænt af þeim sökum, svo sem sjá má af athyglinni sem ránið hefur vakið. Rauði kross Íslands hefur um árabil gert út sendifulltrúa víða um heim og reynir hann af fremsta megni að tryggja öryggi þeirra en að sögn Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúi RKÍ, verður aldrei mögulegt að útiloka alla hættu. "Menn hafa miðað við að ef beinlínis er verið að ráðast á starfsmenn Rauða krossins eða þeir eru skotmörk þá eru þeir auðvitað ekki sendir á vettvang. Hins vegar er þörfin fyrir aðstoð oft mest þar sem öryggi er hvað ótryggast og því verða hjálparstarfsmenn eðli málsins samkvæmt að vinna við slíkar aðstæður. Galdurinn er að finna jafnvægið í þessum efnum," segir Þórir. Engir Íslendingar eru að störfum í Írak á vegum Alþjóða Rauða krossins í dag. Morð í Afganistan Vorið 1992 var 39 ára gamall íslenskur hjúkrunarfræðingur, Jón Karlsson að nafni, skotinn til bana í Afganistan þegar hann var þar við störf á vegum Rauða krossins. Þessi hörmulegi atburður gerðist í bænum Mayden Shar sem er um þrjátíu kílómetra utan við Kabúl en þar var Jón á ferð að ná í særða menn og flytja þá til höfuðborgarinnar. Án nokkurs tilefnis hóf maður nokkur sem staddur var á vettvangi skothríð og lést Jón samstundis en samstarfsmenn hans sakaði ekki. Þetta atvik er án efa það alvarlegasta sem sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa lent í. Gínandi byssukjaftar Þorkell Diego Þorkelsson hefur starfað sem sendifulltrúi víða um heim og sá á sínum tíma um að skipuleggja alla flutninga fyrir Rauða krossinn á Balkanskaga. Hann hefur nokkrum sinnum komist í hann krappann en sem betur fer hefur aldrei farið illa. Þorkell telur að virðingin fyrir starfsfólki Rauða krossins fari minnkandi með árunum og aðstæður þess verði hættulegri í samræmi við það. Fyrir um áratug síðan var Þorkell á ferð í bíl í Júgóslavíu með tveimur túlkum. Þeir spurðu til vegar en áttuðu sig of seint á því að um hermenn var að ræða sem gættu vegar að fangabúðum. Hermennirnir brugðust ókvæða við og tóku að brjóta rúður bílsins og allt í einu sér Þorkell einn þeirra standa fyrir framan bílinn með stóran riffil og hleypa af nokkrum skotum. Þorkell náði að bakka bílnum og á endanum að koma sér á brott án þess að neinn særðist. Í annað skipti var Þorkell á ferð um Sierra Leone og "var tekinn í karphúsið," eins og hann segir sjálfur. Þá var hann í bíl sem æstur múgur gerði aðsúg að. Reyndi múgurinn að draga Þorkel út en sem betur fer héldu samferðamenn hans honum traustataki. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði fólkið náð að draga Þorkel út.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent