Erlent

Stakk konu og barn til bana

Ungur maður myrti átta ára dreng og tæplega sextuga konu þegar hann réðist á þau, vopnaður hníf, í Linköping í Svíþjóð snemma í gærmorgun. Árásarmaðurinn skar drenginn svo illa að hann var látinn þegar hann kom á sjúkrahús. Konan var enn lifandi þegar hún kom á sjúkrahús og reyndu læknar hvað þeir gátu til að bjarga lífi hennar. Það tókst ekki og lést hún nokkrum klukkutímum síðar. Um það bil hundrað lögreglumenn leituðu manns á þrítugsaldri í gær. Hann hafði ekki náðst í gærkvöldi og ekki er vitað hvers vegna hann réðist á fólkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×