Erlent

Björn drap veiðimann

Björn banaði veiðimanni nyrst í Svíþjóð. Maðurinn hafði farið ásamt fimm félögum sínum til að veiða elgi en var einn þegar björninn réðist á hann. Að sögn sænska Aftonbladet er talið að veiðimaðurinn og hundur hans hafi raskað ró bjarnarins sem var lagstur í hýði. Við það hafi björninn reiðst og ráðist á veiðimanninn sem náði að skjóta björninn einu sinni. Það stöðvaði þó ekki björninn sem sló manninn í höfuðið og er talið að hann hafi látist samstundis. Björninn stóð síðan vörð um líkið þar til hann drapst sjálfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×