Bíll í takti við tímann 19. október 2004 00:01 Nú styttist í að ný lög um olíugjald og kílómetragjald o.fl. taki gildi, eða 1. júlí á næsta ári. Við gildistöku laganna lækkar þungaskattur sem eigendur dísilbíla hafa greitt og með því getum við Íslendingar tekið af fullum þunga þátt í þeirri dísilbílabylgju sem gengur yfir heiminn. Dísilbílar eru í tísku. Það sést meðal annars á því að að stöðugt fleiri nettir fólksbílar fást nú í dísilútgáfu. Dísilvélarnar eru líka í framþróun og það er liðin tíð að dísilbílar séu hávaðasamir og illa lyktandi. Þeir eru þvert á móti umhverfisvænn kostur sem æ fleiri velja. Einn hinna minni fjölskyldubíla sem nú fást í dísilútgáfu er Volkswagen Golf, bíllinn sem notið hefur mestrar velgengni allra þýskra bíla og var kynntur í nýrri útgáfu í vor. Skemmst er frá að segja að það klæðir Golfinn vel að vera dísilbíll. Golfinn er massífur bíll miðað við stærð og passar því malandi dísilvélin einstaklega vel við hann. Bíllinn er lipur og sprækur og sjötti gírinn er óneitanlega skemmtileg viðbót á lengri akstri. Golfinn er þægilegur borgarbíll, einn af þeim sem eru stærri að innan en utan. Hann er því nettur í innanbæjarakstri án þess að það komi niður á plássinu inni í bílnum þar sem vel fer um alla, jafnvel fullorðna í aftursætinu. Úti á þjóðveginum nýtur hann sín ekki síður, liggur vel og er öruggur og skemmtilegur á veginum. Volkswagen Golf dísil er skemmtilegur fjölskyldubíll. Ekki spillir fyrir að hann er sparneytinn kostur, fór til dæmis hringinn á þjóðvegi 1 í sumar á vegum FÍB á rúmlega fjórum lítrum á hundraði.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA Bílar Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nú styttist í að ný lög um olíugjald og kílómetragjald o.fl. taki gildi, eða 1. júlí á næsta ári. Við gildistöku laganna lækkar þungaskattur sem eigendur dísilbíla hafa greitt og með því getum við Íslendingar tekið af fullum þunga þátt í þeirri dísilbílabylgju sem gengur yfir heiminn. Dísilbílar eru í tísku. Það sést meðal annars á því að að stöðugt fleiri nettir fólksbílar fást nú í dísilútgáfu. Dísilvélarnar eru líka í framþróun og það er liðin tíð að dísilbílar séu hávaðasamir og illa lyktandi. Þeir eru þvert á móti umhverfisvænn kostur sem æ fleiri velja. Einn hinna minni fjölskyldubíla sem nú fást í dísilútgáfu er Volkswagen Golf, bíllinn sem notið hefur mestrar velgengni allra þýskra bíla og var kynntur í nýrri útgáfu í vor. Skemmst er frá að segja að það klæðir Golfinn vel að vera dísilbíll. Golfinn er massífur bíll miðað við stærð og passar því malandi dísilvélin einstaklega vel við hann. Bíllinn er lipur og sprækur og sjötti gírinn er óneitanlega skemmtileg viðbót á lengri akstri. Golfinn er þægilegur borgarbíll, einn af þeim sem eru stærri að innan en utan. Hann er því nettur í innanbæjarakstri án þess að það komi niður á plássinu inni í bílnum þar sem vel fer um alla, jafnvel fullorðna í aftursætinu. Úti á þjóðveginum nýtur hann sín ekki síður, liggur vel og er öruggur og skemmtilegur á veginum. Volkswagen Golf dísil er skemmtilegur fjölskyldubíll. Ekki spillir fyrir að hann er sparneytinn kostur, fór til dæmis hringinn á þjóðvegi 1 í sumar á vegum FÍB á rúmlega fjórum lítrum á hundraði.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA
Bílar Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira