Erlent

Verðhækkanir á tölvum vegna olíu

Síhækkandi olíuverð gæti leitt til verðhækkana á tölvubúnaði að því er talsmaður Hewlett Packard í Danmörku heldur fram við netmiðilinn ComOn. Búast má við verðhækkunum á skjám og PC-tölvum á næstu tveimur mánuðum vegna þess að sumir hlutir í tölvubúnaði verða dýrari í framleiðslu ef verðið á olíufatinu heldur stöðugt áfram að hækka. Þá hækkar einnig flutningskostnaður frá Asíu til Evrópu og allt gæti þetta leitt til þess að neytendur þurfi að borga brúsann þegar þeir hyggjast endurnýja tölvukost sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×