Erlent

Pyntingar rannsakaðar í Georgíu

Yfirvöld í fyrrum Sovétlýðveldinu Georgíu kanna nú mál fjórtán lögreglumanna sem grunaðir eru um að hafa pyntað fjölda fanga á síðastliðnum árum. Ríkissaksóknari landsins sagði að fleiri lögreglumenn væru grunaðir um pyntingar og væri þess skammt að bíða að frekari rannsókn hæfist á iðju þeirra. Aðgerðirnar eru liður í baráttu Mikhail Saakashvili, forseta, gegn spillingu og glæpum opinberra starfsmanna en slíkt einkenndi stjórnartíð forvera hans, Eduard Shevardnadze.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×