Erlent

Semja ekki um auðgun úrans

Írönsk stjórnvöld heimila embættismönnum sínum ekki að semja við Evrópuþjóðir um framtíð kjarnorkuáætlunar landsins ef markmið Evrópumanna er að svipta Írana réttinum til að auðga úraníum. Þetta sagði Hasan Rowhani, aðalsamningamaður Írana, í gær. Auðgun úraníums er ferli sem leyfir mönnum að nota efnið til gerðar kjarnorkuvopna. Evrópuríki hafa ákveðið að bjóða Írönum efnahagsívilnun í þeirri von að Íranar samþykki að hætta við auðgun úraníums. Auðgun úraníums hefur valdið Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni áhyggjum af því að Íranar hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×