Erlent

Annan hrósar Norður-Írum

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir umleitanir til friðar í Norður-Írlandi undanfarin ár vera frábærar og þær hvetji heimsbyggðina til dáða í viðleitni sinni til friðar. Annan segði þá miklu vinnu sem Norður-Írar hefðu lagt í að gera landið betra fyrir börn sín vekja vonir í brjóstum fólks um allan heim. Árangurinn í baráttu við ofbeldi og hryðjuverk í landinu væru til marks um að hægt væri að vinna bug á slíkum hlutum ef viljinn væri fyrir hendi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×