Erlent

Pútín styður Bush

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, styður George Bush í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Pútín sagði í viðtali við þarlenda fjölmiðla í morgun að árásir hryðjuverkamanna í Írak væru verk alþjóðlegra samtaka sem vonuðu að árásirnar kæmu í veg fyrir að Bush yrði endurkjörinn. Stjórnmálaskýrendur segja orð Pútíns að líkindum þakkir hans fyrir stuðning stjórnar Bush við Pútín og stjórn hans. Pútín studdi allar aðgerðir Bandaríkjamanna í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 og Bandaríkjamenn hafa síðan borið blak af Pútín og hafnað gagnrýni á stjórnarhætti hans. Pútín hefur áður sakað demókrata um hræsni hvað stríðið í Írak varðar og sagst vilja sjá Bush áfram í embætti. Í morgun bætti hann því þó við að Rússar virtu hverja þá niðurstöðu sem bandarískir kjósendur kæmust að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×