Erlent

Lukashenko getur setið áfram

Alexander Lukashenko getur setið áfram sem forseti Hvíta Rússlands. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda, 77 prósent, voru hlynnt því að Lukashenko ætti að sitja þriðja kjörtímabilið þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins bannaði það. Stjórnarskránni var því breytt snarlega en meira en helmingur landsmanna þurfti að samþykkja það. Lukashenko hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að fara á svig við lýðræðislegar leikreglur og eru völd hans nú slík að jaðrar við einræði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×