Erlent

Stefnir í stórsigur Karzai

Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistan, hefur fengið tæplega 64 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið síðan þingkosningar fóru fram 9. október. Andstæðingar Karzai eru hins vegar ekki búnir að gefa upp alla von því aðeins er búið að telja um sjö prósent atkvæða. Stjórnmálaskýrendur telja hins vegar víst að Karzai verði kjörinn forseti. Yunus Qanooni, helsti andstæðingur Karzai, hefur grunsemdir um að Karzai hafi svindlað í kosningunum og bíður þess að sjálfstæð nefnd sérfræðinga sem athugar framkvæmd kosninganna skilar niðurstöðum. "Ef eitthvað vafasamt leiðir í ljós að Karzai sé ekki réttkjörinn forseti - þá er þetta valdarán," segir Qanooni, sem hefur fengið tæplega 17 prósent greiddra atkvæða. Búist er við að talningu atkvæða ljúki í lok mánaðarins en sérfræðingar segja að niðurstaðan liggi nokkurn veginn ljós fyrir þegar búið verður að telja 20 prósent atkvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×