Erlent

Stýrir tækjum með hugarorku

Maður á þrítugsaldri, sem er lamaður á báðum fótum og höndum, getur stýrt tölvu og sjónvarpi og spilað tölvuleiki fyrir tilstilli hugarorkunnar. Örsmár tölvukubbur ígræddur í heila mannsins áframsendir boð heila hans og gerir honum þar með kleift að stjórna fyrrgreindum tækjum heima hjá sér. Hundrað elektróður eru í flögunni, sem tengd er taugafrumum heilans. Það hefur tekið vísindamenn tíu ár að þróa fluguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×