Erlent

Boðið upp á skordýr

Það er ekki víst að súkkulaðihúðaðir termítar eða hvítlauksristaðir ormar freisti allra, en slíkar kræsingar voru á borðum í Jóhannesarborg á dögunum, og vonast menn til að hinir gómsætu Mopane-ormar verði vinsæl útflutninsvara. Ákveðnar skordýrategundir innihalda nokkuð magn af næringarefnum, og eru alls ekki slæmar á bragðið. Þessu vill doktor Rob Toms, kennari við háskóla í Jóhannesarborg, koma til skila til fólks, og bauð því upp á dýrindis ofnbakaða kakkalakka og skordýrapítsu, en hann vonast til að skordýrin verði vinsælli matur, og ferðamenn kynnist þessum dásemdum og fari jafnvel að bjóða upp á í heimalandi sínu.Mopane ormar eru vinsæll réttur í Suður Afríku, og binda margir vonir við að þeir verði útflutningsvara. Hægt var að fá þá í indverskri karrísósu, eða súrsætri sósu, ásamt þurrkuðum termítum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×