Erlent

Geimskutla í vandræðum

Rússnesk Soyus geimskutla með þrjá geimfara innanborðs lenti í vandræðum við alþjóðageimstöðina í morgun. Geimfararnir komu til að leysa tvo menn af, sem hafa verið í stöðinni í hálft ár. Þegar skutlan nálgaðist fór hún skyndilega of hratt, án þess að neinn viti hvers vegna. Geimfararnir tóku sjálfstýringuna af og stýrðu skutlunni sjálfir. Það hafði enginn þeirra gert áður, en höfðu þó allir þjálfun til þess. Mennirnir tveir sem fá nú að fara heim, fögnuðu heimsókninni ákaft. Ferðin frá jörð og upp í geimstöðina tók tvo sólarhringa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×