Erlent

Ísraelar yfirgefa Gasa

Ísraelsher yfirgaf norðanverða Gazaströnd í nótt eftir 17 daga hernað. Að minnsta kosti 110 Palestínumenn hafa látist, og hundruðir særst í árásunum, sem komu í kjölfar þess að tvö ísraelsk börn létust í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna. Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt framgöngu Ísraelsmanna, og sagt hana of harkalega. Íbúarnir snéru margir heim aftur í dag að rústum heimila sinna í dag, og ljóst er að gríðarlegt uppbyggingarstarf bíður þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×