Erlent

Ramadan byrjar með blóðbaði

Þrír bandarískir hermenn létu lífið í sjálfsmorðsárás í Írak, nálægt landamærum Sýrlands, sem átti sér stað í morgun. Þá létust 4 Írakar og 30 slösuðust í árás skæruliða í Baghdad í morgunsárið. Að auki hafa borist fregnir af mannsláti í borgunum Kirkuk og Mosul í dag. Það má því með sanni segja að Ramadan, heilagur mánuður múslima, sem hófst með föstu í gær, byrji ekki vel í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×