Erlent

Fjöldi deyr vegna reykeitrunnar

Á aðra milljón manna lætur lífið á ári hverju vegna reykeitrunar af völdum innanhúskyndinga og frumstæðra eldavéla. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunum ætlar að fara af stað með átak, sem ætlað er að draga úr dauðsföllum af þessu tagi í fátækum löndum, þar sem slík eitrun er ein algengasta orsök dauða og sjúkdóma. Minna er fjallað um dauðsföll af þessum völdum en dauðsföll af völdum ýmissa faraldra, þó að jafnmargir eða fleiri látist af völdum reykeitrunar vegna lélegra innanhúskyndinga og eldavéla. Þegar kveikt er í timbri myndast Karbonmónoxíð í magni sem getur verið yfir 500-falt það magn sem æskilegt er mönnum. Þeir sem umgangast slíkt magn efnisins dag eftir dag eru því skiljanlega í mikilli hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×