Erlent

Al-Qaeda maður handtekinn

Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa handtekið mann sem grunaður er um að hafa fjármagnað hluta af starfsemi Osama Bin Laden og al-Qaeda. Maðurinn, sem er Þjóðverji af sýrískum uppruna, er sagður hafa lagt al-Qaeda lið með fjárstuðningi, síðan 1997 og hafa átt náin tengsl með mönnunum sem frömdu hryðjuverkin í New York þann 11. september árið 2001 og undirbjuggu sig Þýskalandi. Hann á nú yfir höfði sér 12 ára fangelsi, verði hann sekur fundinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×