Erlent

Lífið aftur í samt horf

Börn mættu aftur í skóla og bensínstöðvar, bankar og margvísleg önnur fyrirtæki hófu starfsemi á nýjan leik í fyrradag þegar fjögurra daga allsherjarverkfalli fjölmennustu verkalýðsfélaga Nígeríu lauk. Forystumenn verkalýðsfélaganna hótuðu þó að hefja verkfallið aftur eftir tvær vikur ef stjórnvöld koma ekki til móts við kröfur þeirra um lægra eldsneytisverð. Verkalýðsforkólfurinn Owei Lakemfa sagði verkfallið hafa skilað miklum árangri. "Milljónir Nígeríubúa sýndu að þær eru andvígar efnahagsstefnu sem skemmir út frá sér, einkum tíðum hækkunum eldsneytisverðs."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×