Erlent

Blindir fóru í kröfugöngu

"Danmörk getur kannski stært sig af því að bjóða upp á eitt besta velferðarkerfi í heimi en það nær ekki til blindra," sagði Jens Bromann, formaður landssambands blindra í Danmörku, þegar um 500 blindir einstaklingar fóru í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn. Göngumenn studdust við leiðsöguhunda og hvítu stafina sína þegar þeir gengu saman inn á Ráðhústorg. Fólkið krafðist aðgerða stjórnvalda til að rétta hlut sinn. Níu af hverjum tíu blindum Dönum eru atvinnulausir og samfélagið hunsar blinda, sögðu mótmælendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×