Erlent

70 þúsund látin í Darfur

Í það minnsta 70 þúsund manns hafa látist í flóttamannabúðum í Darfur frá því í mars og dánartíðnin fer ekki minnkandi nema umheimurinn leggi fram meira fé og meiri hjálp í að takast á við vandann, sagði David Nabarro, aðgerðastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar á svæðinu. Nabarro sagði að hér væri aðeins um að ræða fjölda þeirra sem hefði látist af völdum slæmra aðstæðna í flóttamannabúðum sem hefði verið komið upp tímabundið. Hann sagði enga leið fyrir stofnunina að áætla fjölda þeirra sem hafa látist af völdum ofbeldisverka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×