Erlent

Shröder hittir Gaddafi

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands fundar nú með Gaddafi lýbíuleiðtoga í Tripoli. Fundurinn er sögulegur, því að þetta er í fyrsta sinn sem kanslari Þýskalands hittir leiðtoga Lýbíu. Fundurinn er líka táknrænn fyrir batnandi samskipti Evrópuríkja og Lýbíu, en eins og fram hefur komið aflétti Evrópusambandið í síðustu viku viðskiptahömlum á Lýbíu, sem verið höfðu í gildi í 12 ár. Shröder sagði í aðdraganda fundarins að stefnubreyting Gaddafis undanfarin ár væri ótrúleg og hún verðskuldaði fullan stuðning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×