Erlent

Grömm milli lífs og dauða

Nokkur grömm geta skilið á milli lífs og dauða hjá tveimur karlmönnum og einni konu sem eru í haldi lögreglunnar í Singapúr í kjölfar aðgerða gegn kókaínsölu og neyslu í efri stigum þjóðfélagsins. Rannsóknarmenn lögreglunnar hefur nú til skoðunar það kókaín sem var gert upptækt í fórum fólksins. Markmiðið er að finna út hversu mikið efnið hefur verið þynnt út með óvirkum efnum því hér skiptir magn fíkniefnis öllu. Viðurlög við fíkniefnabrotum eru meðal þeirra ströngustu í heimi í Singapúr. Hver sem dæmdur er fyrir að vera með til að mynda meira en þrjátíu grömm af kókaíni og er orðinn eldri en átján ára getur búist við að verða tekinn af lífi með hengingu. Útlendingar geta ekki búist við að fá vægari dóm eða að verða framseldir. Alls hafa 23 verið handteknir í þessarri aðgerð lögreglunnar í Singapúr, þar af frægur sjónvarpsfréttaþulur, breskur ritstjóri glanstímarits og rappari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×