Erlent

Hættara við krabbameini

Fólk sem notar farsíma í tíu ár eða lengur á frekar á hættu en aðrir að þjást af góðkynja krabbameini þeim megin á höfðinu sem það heldur á símanum. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn. Anders Ahlbom, einn vísindamannanna sem gerðu könnunina, sagði niðurstöðurnar koma á óvart og tók fram að þörf væri á frekari rannsóknum til að staðfesta þær. Undanfarin ár hafa margar rannsóknir vera gerðar á því hvort tengsl séu milli farsímanotkunar og krabbameins. Ekki hefur verið sýnt fram á að farsímanotkun sé slæm fyrir heilsuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×