Erlent

Bush leiðir í nýjustu könnunum

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur nokkurra prósentustiga forskot á demókratann John Kerry samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnunum. Bush fengi 50 til 51 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun ABC og Washington Post en Kerry fengi 46 prósent atkvæða, einungis eitt prósent aðspurðra sagðist myndu kjósa óháða frambjóðandann Ralph Nader. Í könnun George Washington háskóla mældist Bush með 49 prósenta fylgi en Kerry með 46 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×