Erlent

Grunsamlegur póstur til ráðherra

Pósturinn í Slóvakíu fann í gær umslag með hvítu dufti sem stílað var á Mikulas Dzurinda, forsætisráðherra landsins. Umslagið var umsvifalaust sent á rannsóknarstofu til greiningar þar sem grunur leikur á að það hafi innihaldið miltisbrand. Tveir starfsmenn póstsins fóru einnig í læknisskoðun til öryggis. Á hverju ári finnast nokkur umslög með hvítu dufti í póstinum en hingað til hefur ekkert þeirra innihaldið eiturefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×