Skipti um starfsvettvang 11. október 2004 00:01 Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu. Hann segist ekki geta gefið yfirlýsingu um að hann sé hættur að leika, en hann var á sínum tíma búinn að fá nóg. "Þetta var samspil margra þátta, meðal annars þess að þegar maður er að leika þá ræður maður svo lítið lífi sínu og líðan. Maður speglar sig alltaf í því sem maður er að gera þá stundina og ef það er stórt og mikið hlutverk eða margar sýningar er líðanin æðisleg. Ef lítið er í gangi er allt ómögulegt." Ari leggur mest upp úr að vinna að einhverju sem vekur honum áhuga og með góðu fólki, en viðurkennir að þannig hafi það reyndar verið í leiklistinni. "Eitthvert besta fólk sem ég þekki er starfandi góðir leikarar, en það er jafnframt erfiðasta fólkið til að vinna með. Ef einhverjir eru hégómlegir og sjálfsuppteknir þá eru það leikarar. Öll velgengni er manni sjálfum að þakka en þegar illa gengur er það búningurinn, lýsingin, leikmyndin, höfundurinn.... Kannski er maður á undan sinni samtíð, eða eftir, hver veit, það er aldrei maður sjálfur, það er alveg klárt." Ara líkar mjög vel á nýjum starfsvettvangi og hann segir tekjumöguleika ekki hafa ráðið úrslitum. "Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur maður, það yrði þá bara bónus. Peningar fá mig ekki til að tikka. Frumskilyrðið er þó að hafa í sig og á og þurfa ekki að hafa sífelldar áhyggjur. Fólk heldur oft að starfið mitt felist í sölumennsku en það er ekki rétt. Markaðsstarf felst í að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina þarfir viðskiptavinanna og finna leiðir til að fullnægja þeim á skilvirkari og hagkvæmari hátt en keppinautarnir gera." Ari segist stundum sakna leikhússins, en hann sér ekki eftir neinu. "Ef ég hefði ekki lent í ruglinu í menntaskóla, sem fólst í slæmum félagsskap leiklistaráhugafólks, hefði ég örugglega orðið læknir. En ég er fullkomlega sáttur." Atvinna Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu. Hann segist ekki geta gefið yfirlýsingu um að hann sé hættur að leika, en hann var á sínum tíma búinn að fá nóg. "Þetta var samspil margra þátta, meðal annars þess að þegar maður er að leika þá ræður maður svo lítið lífi sínu og líðan. Maður speglar sig alltaf í því sem maður er að gera þá stundina og ef það er stórt og mikið hlutverk eða margar sýningar er líðanin æðisleg. Ef lítið er í gangi er allt ómögulegt." Ari leggur mest upp úr að vinna að einhverju sem vekur honum áhuga og með góðu fólki, en viðurkennir að þannig hafi það reyndar verið í leiklistinni. "Eitthvert besta fólk sem ég þekki er starfandi góðir leikarar, en það er jafnframt erfiðasta fólkið til að vinna með. Ef einhverjir eru hégómlegir og sjálfsuppteknir þá eru það leikarar. Öll velgengni er manni sjálfum að þakka en þegar illa gengur er það búningurinn, lýsingin, leikmyndin, höfundurinn.... Kannski er maður á undan sinni samtíð, eða eftir, hver veit, það er aldrei maður sjálfur, það er alveg klárt." Ara líkar mjög vel á nýjum starfsvettvangi og hann segir tekjumöguleika ekki hafa ráðið úrslitum. "Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur maður, það yrði þá bara bónus. Peningar fá mig ekki til að tikka. Frumskilyrðið er þó að hafa í sig og á og þurfa ekki að hafa sífelldar áhyggjur. Fólk heldur oft að starfið mitt felist í sölumennsku en það er ekki rétt. Markaðsstarf felst í að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina þarfir viðskiptavinanna og finna leiðir til að fullnægja þeim á skilvirkari og hagkvæmari hátt en keppinautarnir gera." Ari segist stundum sakna leikhússins, en hann sér ekki eftir neinu. "Ef ég hefði ekki lent í ruglinu í menntaskóla, sem fólst í slæmum félagsskap leiklistaráhugafólks, hefði ég örugglega orðið læknir. En ég er fullkomlega sáttur."
Atvinna Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira