Skálað í skjóli menningar 5. október 2004 00:01 "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni," segir Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins Vogs. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um breytta drykkjusiði landsmanna og þá staðreynd að æ fleiri velja að drekka vín með mat nokkrum sinnum í viku. Sala léttvíns hefur aukist stórlega á undanförnum árum en sterkir drykkir á borð við vodka eru á undanhaldi. Sumir myndu ætla að þróunin væri jákvæð en slíkt þarf ekki endilega að vera. Reglulegt rauðvínssull getur verið hættulegt. "Menn hafa sett hófsemdarmörk á drykkju," segir Þórarinn en leggur áherslu á að hófsemdarmörk séu ekki sama og ráðlagður dagskammtur. "Hófsemdarmörk eru efstu mörk þess sem drekka má á dag án þess að heilsu sé stefnt í voða og fylgikvillar vegna neyslu geri vart við sig." Það kann að koma einhverjum á óvart hvar þessi mörk liggja, jafnvel hreyfa við fólki sem drekkur léttvín nokkrum sinnum í viku. "Mörkin, fyrir algjörlega heilbrigðan karlmann á aldrinum 20 til 60 ára, eru tveir áfengisskammtar á dag. Og fyrir algjörlega heilbrigða konu á sama aldri eru mörkin einn skammtur," segir Þórarinn Tyrfingsson. Áfengisskammtur er einn einfaldur sterkur drykkur eða eitt léttvínsglas. Drekki fólk meira en hófsemdarmörkin segja til um getur það farið að ógna eigin heilsu. "Þegar ég tala um algjörlega heilbrigt fólk á ég við fólk sem ekki stríðir við neina sjúkdóma og tekur engin lyf. Það er til fullt af fólki sem má alls ekki drekka áfengi, sumt af því hefur ríka ættarsögu um áfengissýki og er því í enn meiri hættu." Drykkja er ekki menning Jón K. Guðbergsson, áfengisráðgjafi, segir meðalhófið vandratað og getur ómögulega mælt með víndrykkju með mat nokkur kvöld vikunnar. "Hvað gerir fólk þá um helgar?" spyr hann. "Hugsanlega ráða einhverjir við slíka drykkju en við erum svo öfgafull í mörgu, það er hætt við að glösunum fjölgi með tímanum og endi í flösku á dag eða einhverju þaðan af meiru." Hann bendir á heilsufarslega þáttinn, líkt og Þórarinn, og segir lifrarbólgu vel þekkta meðal þjóða sem sötri vín nokkrum sinnum í viku. "Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að regluleg rauðvínsdrykkja leiði af sér lifrarbólgu og bara þess vegna ber að fara varlega," segir Jón sem gefur lítið fyrir orðið vínmenning. "Mér finnst víndrykkja ekki vera menning, hvort sem drykkjan er lítil eða mikil." Misjafnt er hversu vel fólk hugsar um heilsuna og Þórarinn Tyrfingsson hefur þungar áhyggjur af andvaraleysi landsmanna vegna hennar. "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni og gæta að sér, bæði í mat og drykk. Það er eins og fjarað hafi undan þessari ábyrgð einstaklingsins með allri læknisþjónustunni og lyfjunum. Stundum halda menn að það sé pilla á leiðinni sem geti læknað allt en það er bara ekki þannig. Svo segjast sumir bara fara í meðferð ef eitthvað gengur illa." Þórarinn hefur heyrt ýmislegt í áratugastarfi sínu að meðferðarmálum, t.d. að menn séu í meðferð út af of miklu sulli. "Auðvitað eru þeir ekki í meðferð út af sulli. Auðvitað eru þeir í meðferð út af of mikilli drykkju." 120 manns eru í meðferð hjá SÁÁ í dag. Heilsa Innlent Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni," segir Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins Vogs. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um breytta drykkjusiði landsmanna og þá staðreynd að æ fleiri velja að drekka vín með mat nokkrum sinnum í viku. Sala léttvíns hefur aukist stórlega á undanförnum árum en sterkir drykkir á borð við vodka eru á undanhaldi. Sumir myndu ætla að þróunin væri jákvæð en slíkt þarf ekki endilega að vera. Reglulegt rauðvínssull getur verið hættulegt. "Menn hafa sett hófsemdarmörk á drykkju," segir Þórarinn en leggur áherslu á að hófsemdarmörk séu ekki sama og ráðlagður dagskammtur. "Hófsemdarmörk eru efstu mörk þess sem drekka má á dag án þess að heilsu sé stefnt í voða og fylgikvillar vegna neyslu geri vart við sig." Það kann að koma einhverjum á óvart hvar þessi mörk liggja, jafnvel hreyfa við fólki sem drekkur léttvín nokkrum sinnum í viku. "Mörkin, fyrir algjörlega heilbrigðan karlmann á aldrinum 20 til 60 ára, eru tveir áfengisskammtar á dag. Og fyrir algjörlega heilbrigða konu á sama aldri eru mörkin einn skammtur," segir Þórarinn Tyrfingsson. Áfengisskammtur er einn einfaldur sterkur drykkur eða eitt léttvínsglas. Drekki fólk meira en hófsemdarmörkin segja til um getur það farið að ógna eigin heilsu. "Þegar ég tala um algjörlega heilbrigt fólk á ég við fólk sem ekki stríðir við neina sjúkdóma og tekur engin lyf. Það er til fullt af fólki sem má alls ekki drekka áfengi, sumt af því hefur ríka ættarsögu um áfengissýki og er því í enn meiri hættu." Drykkja er ekki menning Jón K. Guðbergsson, áfengisráðgjafi, segir meðalhófið vandratað og getur ómögulega mælt með víndrykkju með mat nokkur kvöld vikunnar. "Hvað gerir fólk þá um helgar?" spyr hann. "Hugsanlega ráða einhverjir við slíka drykkju en við erum svo öfgafull í mörgu, það er hætt við að glösunum fjölgi með tímanum og endi í flösku á dag eða einhverju þaðan af meiru." Hann bendir á heilsufarslega þáttinn, líkt og Þórarinn, og segir lifrarbólgu vel þekkta meðal þjóða sem sötri vín nokkrum sinnum í viku. "Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að regluleg rauðvínsdrykkja leiði af sér lifrarbólgu og bara þess vegna ber að fara varlega," segir Jón sem gefur lítið fyrir orðið vínmenning. "Mér finnst víndrykkja ekki vera menning, hvort sem drykkjan er lítil eða mikil." Misjafnt er hversu vel fólk hugsar um heilsuna og Þórarinn Tyrfingsson hefur þungar áhyggjur af andvaraleysi landsmanna vegna hennar. "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni og gæta að sér, bæði í mat og drykk. Það er eins og fjarað hafi undan þessari ábyrgð einstaklingsins með allri læknisþjónustunni og lyfjunum. Stundum halda menn að það sé pilla á leiðinni sem geti læknað allt en það er bara ekki þannig. Svo segjast sumir bara fara í meðferð ef eitthvað gengur illa." Þórarinn hefur heyrt ýmislegt í áratugastarfi sínu að meðferðarmálum, t.d. að menn séu í meðferð út af of miklu sulli. "Auðvitað eru þeir ekki í meðferð út af sulli. Auðvitað eru þeir í meðferð út af of mikilli drykkju." 120 manns eru í meðferð hjá SÁÁ í dag.
Heilsa Innlent Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira