Erlent

Endurskoða öryggisreglur

Norsk flugmálayfirvöld og stjórnendur flugfélaga leituðu í gær leiða til að auka öryggi í innanlandsflugi, degi eftir að farþegaflugvél með níu manns innanborðs hafði nærri hrapað þegar farþegi réðist á flugmennina með öxi. Minni flugvellir í Noregi hafa starfað á undanþágu frá öryggisreglum sem kveða á um að gegnumlýsa eigi farangur og að farþegar fari í gegnum málmleitartæki. Árásarmaðurinn komst um borð í flugvélina með öxi og tvo hnífa. Flugmálastofnun kannar nú hvernig tryggja meig að slíkt komi ekki fyrir aftur þar til öllum eftirlitsbúnaði hefur verið komið fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×