Erlent

Semja ekki um lausn gíslanna

Bretar munu hvorki greiða lausnargjald né verða við kröfum um breytingar á stjórnarstefnu til að fá breska gíslinn Kenneth Bigley leystan úr haldi mannræningja í Írak. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði stjórnina ákveðna í að gefa ekkert eftir gagnvart mannræningjunum. "Auðvitað er þetta mjög erfitt fyrir fjölskyldu Bigleys," sagði Straw í viðtali við BBC en réttlætti ákvörðun stjórnarinnar. "Ef við tækjum ekki þessa afstöðu yrði miklu fleira fólki rænt og heimurinn yrði hættulegri en hann er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×