Lífið

Cat Stevens ekki velkominn

Bandaríkjamenn segja að Yusuf Islam, sem áður hét Cat Stevens, sé ekki velkominn til Bandaríkjanna þar sem hann tengist aðilum, sem gætu verið hryðjuverkamenn. Þetta er skýringin á því, af hverju farþegaflugvél á leið frá Lundúnum til Washington var beint til Bangor í Maine þegar nafnið Yusuf Islam kom í ljós á farþegalistanum. Getgátur voru uppi um að einhvers konar misskilningur væri á ferðinni, en nú er ljóst að Cat Stevens á vini sem gætu verið hættulegir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.