Skotið á tyggjóklessur 19. september 2004 00:01 "Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing," segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrirtækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdóttur hjúkrunarfræðingi. Ævintýrið hófst á því að hann sá tyggjóhreinsivél auglýsta í bandarísku blaði en endaði á því að finna fullkomnu vélina í Birmingham í Englandi. "Við héldum til Englands þar sem við heilluðumst af vélinni og hófum þá reksturinn upp frá því. Í fyrstu gerðum við þetta samhliða vinnu en nú hef ég alfarið snúið mér að rekstri þessa smáa fjölskyldufyrirtækis," segir Erlingur. Tæknin við að losa klessurnar felst í því að vatn er hitað upp í 100 til 150 gráður og síðar er því skotið með lágum þrýstingi á klessurnar. Að því loknu er vistvænu hreinsiefni bætt við og klessan einfaldlega burstuð í burtu, en ólíkt hefðbundinni háþrýstitækni leysir þessi aðferð tyggjóið alveg upp. "Þetta er hljóðlaus og áreynslulaus háttur við hreinsunina og gæti í raun hentað í ótrúlegustu hreinsunarverkefnum," segir Erlingur og segir að hrein aðkoma að fyrirækjum kalli á jákvæða upplifun viðskiptavina. "Fólk myndi aldrei henda tyggjó á stéttina fyrir utan heimili sitt, en það er eins og þegar það er komið á almenningssvæði sýni það umhverfinu ekki eins mikla virðingu. Mörgum finnst í lagi að hegða sér með þessum hætti en þegar fyrirtækin verða yfirþreytt á þessu kalla þau á okkar hjálp," segir Erlingur, sem þarf að veita ýmsum fyrirtækjum endurtekna þjónustu þar sem klessurnar koma alltaf aftur, en hann segir það vera með minni tilkostnaði í hvert skipti. "Endalaust úrval af bragðtegundum eykur bara á vinsældir tyggigúmmís og eru götur fullar af tyggjóklessum alheimsvandamál sem ekki virðist vera að minnka," segir Erlingur. Atvinna Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk eftir „Vík í Gírdal“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing," segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrirtækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdóttur hjúkrunarfræðingi. Ævintýrið hófst á því að hann sá tyggjóhreinsivél auglýsta í bandarísku blaði en endaði á því að finna fullkomnu vélina í Birmingham í Englandi. "Við héldum til Englands þar sem við heilluðumst af vélinni og hófum þá reksturinn upp frá því. Í fyrstu gerðum við þetta samhliða vinnu en nú hef ég alfarið snúið mér að rekstri þessa smáa fjölskyldufyrirtækis," segir Erlingur. Tæknin við að losa klessurnar felst í því að vatn er hitað upp í 100 til 150 gráður og síðar er því skotið með lágum þrýstingi á klessurnar. Að því loknu er vistvænu hreinsiefni bætt við og klessan einfaldlega burstuð í burtu, en ólíkt hefðbundinni háþrýstitækni leysir þessi aðferð tyggjóið alveg upp. "Þetta er hljóðlaus og áreynslulaus háttur við hreinsunina og gæti í raun hentað í ótrúlegustu hreinsunarverkefnum," segir Erlingur og segir að hrein aðkoma að fyrirækjum kalli á jákvæða upplifun viðskiptavina. "Fólk myndi aldrei henda tyggjó á stéttina fyrir utan heimili sitt, en það er eins og þegar það er komið á almenningssvæði sýni það umhverfinu ekki eins mikla virðingu. Mörgum finnst í lagi að hegða sér með þessum hætti en þegar fyrirtækin verða yfirþreytt á þessu kalla þau á okkar hjálp," segir Erlingur, sem þarf að veita ýmsum fyrirtækjum endurtekna þjónustu þar sem klessurnar koma alltaf aftur, en hann segir það vera með minni tilkostnaði í hvert skipti. "Endalaust úrval af bragðtegundum eykur bara á vinsældir tyggigúmmís og eru götur fullar af tyggjóklessum alheimsvandamál sem ekki virðist vera að minnka," segir Erlingur.
Atvinna Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk eftir „Vík í Gírdal“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“