Tíu fallnir á lyfjaprófi 26. ágúst 2004 00:01 Yfirmenn Alþjóðaólympíusambandsins segja að ólögleg lyfjanotkun sé ekki að eyðileggja leikana í Aþenu en óvenju margir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Þegar er búið að svipta tvo Ólympíumeistara gullinu vegna lyfjaneyslu og dæma átta aðra keppendur úr leik. Þrír keppendur mættu ekki í próf sem þeir höfðu verið boðaðir í. Í gær fundust leifar af sterum í sýni sem tekið var úr úkraínsku róðrarkonunni Olena Olefirenko. Hún vann til bronsverðlauna ásamt stöllum sínum í liðakeppni en þær hafa verið dæmdar úr leik. "Það verður að horfa á málið í heild sinni. Það eru rúmlega tíu þúsund keppendur og árangurinn hefur verið frábær," sagði Giselle Davies, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC. "Nú hafa komið upp átta lyfjamál og þrír hafa brotið af sér með því að mæta ekki í lyfjapróf. Á Ólympíuleikunum í Sydney féllu ellefu á lyfjaprófi." Davies telur að ein af skýringunum á því hvers vegna svo margir hafa fallið á lyfjaprófi sé að 25% fleiri lyfjapróf hafa verið gerð í Aþenu en í Sydney. Hún telur líklegt að fleiri eigi eftir að falla á lyfjaprófi. "Á stærsta íþróttamóti heims, þar sem bestu íþróttamenn, þjálfarar og ráðgjafar koma saman, má enn finna fólk sem notar sömu bönnuðu lyfin og voru notuð fyrir tuttugu árum," sagði Arne Ljungqvist hjá lyfjanefnd IOC. Þegar hafa 2.015 próf, af þrjú þúsund sem tekin voru, verið rannsökuð. "IOC ætlar að berjast gegn ólöglegri lyfjanotkun. Það er forgangsmál," sagði Davies. Yfirmenn ólympíusambandsins standa fast á sínu og segja að baráttan gegn ólöglegum lyfjum sé að skila sér. "Því fleiri íþróttamenn sem eru staðnir að því að svindla á leikunum okkar, því heiðarlegri verða hinir." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Sjá meira
Yfirmenn Alþjóðaólympíusambandsins segja að ólögleg lyfjanotkun sé ekki að eyðileggja leikana í Aþenu en óvenju margir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Þegar er búið að svipta tvo Ólympíumeistara gullinu vegna lyfjaneyslu og dæma átta aðra keppendur úr leik. Þrír keppendur mættu ekki í próf sem þeir höfðu verið boðaðir í. Í gær fundust leifar af sterum í sýni sem tekið var úr úkraínsku róðrarkonunni Olena Olefirenko. Hún vann til bronsverðlauna ásamt stöllum sínum í liðakeppni en þær hafa verið dæmdar úr leik. "Það verður að horfa á málið í heild sinni. Það eru rúmlega tíu þúsund keppendur og árangurinn hefur verið frábær," sagði Giselle Davies, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC. "Nú hafa komið upp átta lyfjamál og þrír hafa brotið af sér með því að mæta ekki í lyfjapróf. Á Ólympíuleikunum í Sydney féllu ellefu á lyfjaprófi." Davies telur að ein af skýringunum á því hvers vegna svo margir hafa fallið á lyfjaprófi sé að 25% fleiri lyfjapróf hafa verið gerð í Aþenu en í Sydney. Hún telur líklegt að fleiri eigi eftir að falla á lyfjaprófi. "Á stærsta íþróttamóti heims, þar sem bestu íþróttamenn, þjálfarar og ráðgjafar koma saman, má enn finna fólk sem notar sömu bönnuðu lyfin og voru notuð fyrir tuttugu árum," sagði Arne Ljungqvist hjá lyfjanefnd IOC. Þegar hafa 2.015 próf, af þrjú þúsund sem tekin voru, verið rannsökuð. "IOC ætlar að berjast gegn ólöglegri lyfjanotkun. Það er forgangsmál," sagði Davies. Yfirmenn ólympíusambandsins standa fast á sínu og segja að baráttan gegn ólöglegum lyfjum sé að skila sér. "Því fleiri íþróttamenn sem eru staðnir að því að svindla á leikunum okkar, því heiðarlegri verða hinir."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Sjá meira