Átti að fá bronsverðlaunin 22. ágúst 2004 00:01 Guðmundur Þór Brynjólfsson, þjálfari Rúnars, var brosmildur með afbrigðum eftir að strákurinn hans hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum. Hann átti líka vel inni fyrir því þar sem Rúnar fór á kostum og komst lengra en þeir höfðu leyft sér að dreyma um fyrir fram. „Við gerum bara það sem við getum. Þetta var stórglæsilegt og ég gat ekki beðið um neitt meira. Hann gerði æfingu sem var örlítið betri en í undankeppninni en úkraínski dómarinn gaf honum frekar lága einkunn og því fékk hann lægri einkunn núna. Þetta er stórkostlegur árangur hjá stráknum og ég er ákaflega stoltur af honum,“ sagði Guðmundur sæll og glaður. En vinnur það gegn Rúnari að hann sé Íslendingur? „Maður hugsar það oft. Við sáum það að hann er betri en Paul Hamm (sem vann fjölþrautina og endaði í sætinu fyrir ofan Rúnar í gær, innsk. blm.), það er pottþétt mál. Ég tel að hann hefði átt að vera mjög nálægt 9,8 með þessar æfingar og þá hefði hann fengið bronsið. Það er vart hægt að draga meira frá þessari æfingu hans því hún var ákaflega vel heppnuð.“ Það vakti eflaust athygli margra að æfingar Rúnars voru eilítið öðruvísi en hjá öllum hinum. Var Rúnar ekki að gera nógu erfiðar æfingar? „Æfingar Rúnars eru mjög vel samansettar og ákaflega stuttar. Þessar sveiflur með fótunum eru enginn vandi og eiginlega bara sirkus fyrir áhorfendur og gefur ekkert mikið. Hann var með þetta í sínum æfingum en við ákváðum frekar að einbeita okkur að því að gera hitt almennilega. Ég gat ekki ætlast til meira af honum og ég held að enginn geti það. Hann er einn af bestu átta í heiminum og verður það vonandi áfram,“ sagði Guðmundur Þór Brynjúlfsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Sjá meira
Guðmundur Þór Brynjólfsson, þjálfari Rúnars, var brosmildur með afbrigðum eftir að strákurinn hans hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum. Hann átti líka vel inni fyrir því þar sem Rúnar fór á kostum og komst lengra en þeir höfðu leyft sér að dreyma um fyrir fram. „Við gerum bara það sem við getum. Þetta var stórglæsilegt og ég gat ekki beðið um neitt meira. Hann gerði æfingu sem var örlítið betri en í undankeppninni en úkraínski dómarinn gaf honum frekar lága einkunn og því fékk hann lægri einkunn núna. Þetta er stórkostlegur árangur hjá stráknum og ég er ákaflega stoltur af honum,“ sagði Guðmundur sæll og glaður. En vinnur það gegn Rúnari að hann sé Íslendingur? „Maður hugsar það oft. Við sáum það að hann er betri en Paul Hamm (sem vann fjölþrautina og endaði í sætinu fyrir ofan Rúnar í gær, innsk. blm.), það er pottþétt mál. Ég tel að hann hefði átt að vera mjög nálægt 9,8 með þessar æfingar og þá hefði hann fengið bronsið. Það er vart hægt að draga meira frá þessari æfingu hans því hún var ákaflega vel heppnuð.“ Það vakti eflaust athygli margra að æfingar Rúnars voru eilítið öðruvísi en hjá öllum hinum. Var Rúnar ekki að gera nógu erfiðar æfingar? „Æfingar Rúnars eru mjög vel samansettar og ákaflega stuttar. Þessar sveiflur með fótunum eru enginn vandi og eiginlega bara sirkus fyrir áhorfendur og gefur ekkert mikið. Hann var með þetta í sínum æfingum en við ákváðum frekar að einbeita okkur að því að gera hitt almennilega. Ég gat ekki ætlast til meira af honum og ég held að enginn geti það. Hann er einn af bestu átta í heiminum og verður það vonandi áfram,“ sagði Guðmundur Þór Brynjúlfsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Sjá meira