Menning

Atvinnuástand á Vesturlandi

Atvinnuástand á Vesturlandi er betra nú en oft áður á sama tíma og á fyrri árum. Ástandið er þó mismunandi eftir svæðum innan landshluta. Mikil hreyfing er á fólki inn og út af atvinnuleysisskrá og atvinnurekendur hringja einnig mikið á Svæðismiðlunina á Vesturlandi. Álíka margir eru skráðir atvinnulausir á Vesturlandi öllu og á sama tíma og í fyrra. Alls eru 142 án atvinnu eða 61 karl og 81 kona. Meiri breidd er þó í hópi atvinnulausra og fjölbreytni í verkbeiðnum frá fyrirtækjunum sem leita til vinnumiðlunarinnar eftir fólki. Ástandið er lakast í Snæfellsbæ en þar eru um tuttugu manns atvinnulausir. Nokkuð atvinnuleysi hefur einnig verið í Grundarfirði en fólki hefur verið að fækka á skrá á undanförnum vikum. Í Stykkishólmi er atvinnuástandið mjög gott og hefur verið lengi. Nokkur störf eru líka laus í Saurbæjarhrepp, á Reykhólum og í Dalabyggð. Gott atvinnuástand er í Borgarnesi og hefur ekki verið svona gott lengi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×