Erlent

Chicciolina borgarstjóri Mílanó?

Ítalska klámmyndadrottningin Chicciolina, sem reyndar er ungversk að uppruna, vill verða borgarstjóri í Mílanó þegar kosið verður til þess embættis eftir tæp tvö ár. Chicciolina varð heimsfræg þegar hún sat á ítalska þinginu í nokkur ár fyrir Róttæka flokkinn. Í samtali við Reuters-fréttastofuna segist hún vilja gera Mílanó að spennandi og lifandi borg, hvaða skilning sem hún leggur í þau orð, meðal annars með því að opna spilavíti í þekktasta kastala borgarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×