Erlent

Sex látnir í Uzbekistan

Sex eru nú látnir eftir sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkjanna og Ísraels og skrifstofur ríkissaksóknara í borginni Tashkent í Uzbekistan á föstudaginn. Talið er að múslimskir öfgamenn standi að baki verknaðinum. Forseti landsins, Islam Karimov segir markmið hópsins að mynda íslamskt ríki í Uzbekistan. Lögreglan í Uzbekistan hefur handsamað mörg þúsund uppreisnarmenn úr hópi múslima og trúbræður þeirra aðra sem biðjast fyrir í öðrum moskum en þeim sem reknar eru af ríkinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×