Rætist úr veðri á landinu 31. júlí 2004 00:01 Hátíðahöld fara vel af stað þessa verslunarmannahelgi og virðast landsmenn skemmta sér hið besta um land allt. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir umferðina hafa gengið vel fyrir sig það sem af er helgarinnar en minnir ökumenn á virða hraðatakmarkanir, sýna tillit og aka eftir aðstæðum. Stöðugur straumur hefur verið af bílum norður í land, en mikill mannfjöldi er á hátíðinni Ein með öllu á Akureyri. Bragi Bergmann sem er í forsvari hátíðarinnar segir aðsóknina hafa farið fram úr björtustu vonum. Svo margt sé um manninn að tjaldstæðin hafi yfirfyllst og þurfti að vísa fólki á tjaldstæði utan Akureyrar en tjaldsvæin á Dalvík fylltust einnig. Bragi segir um sex þúsund manns gista á tjaldsvæðum Akureyrarbæjar og um tvö þúsund á tjaldsvæðum í nágrenni bæjarins. Þá segir hann víða tjaldað í görðum við heimahús, hótel og gistiheimili séu fullbókuð og dvalið í flestum orlofshúsum. Ákveðið var í morgun að bæta við nýju tjaldsvæði úti í þorpi við félagsheimili Þórs og verður tekið á móti nýjum gestum þar. Bragi segir ekki hægt að biðja um betri gesti. Allir hafi verið mjög ánægðir á samráðsfundi sem haldinn var í morgun. Ekkert útkall hafi verið hjá barnaverndarnefnd sem var á vakt í alla nótt. Tólf fíkniefnamál hafa komið upp en Bragi segir þau öll minniháttar. Sex hafi verið teknir úr umferð vegna ölvunar. Átta voru fluttir á slysadeild en flest tilfellin voru minniháttar. Þetta segir Bragi ótrúlegan árangur miðað við að um 26 þúsund manns séu á Akureyri nú, það er þegar íbúar eru taldið með. Þennan árangur þakkar Bragi þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum að byggja upp fjölskylduhátíð. Þá séu veðurguðirnir Akureyringum hliðhollir. Tíu þúsund manns eru á unglingalandsmótinu á Sauðárkróki í blíðskaparveðri. Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri mótsins segir ótrúlega gaman. Mikill hiti sé á Sauðárkróki og allt gangi upp. Langflestir hafi verið farnir að sofa klukkan hálf eitt í nótt, en tjaldsvæðum er lokað á miðnætti fyrir umferð óviðkomandi. Ómar segir fólk óska eftir þessu enda byrji keppni snemma. Veðurguðirnir virðast hafa ákveðið að það gangi ekki til lengdar að misskipta gæðunum og hefur víða ræst úr veðri. Á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru á bilinu átta til níu þúsund manns. Páll Scheving er framkvæmdastjóri ÍBV. Hann segir framkvæmd hátíðarinnar hafa gengið ótrúlega vel. Fyrir einhverja guðslukku hafi veðurspá ekki gengið eftir og nú sé hæg sunnanátt og sól og blíða. Lögreglan í Vestmannaeyjum er ánægð með ástandið þrátt fyrir að fíkniefnamál séu komin á þriðja tug. Tvö fíkniefnamál teljast stór, það er að segja magnið það mikið að ekki er hægt að tala um efni til eigin neyslu. Hald hefur verið lagt á hátt í áttatíu grömm af amfetamíni. Víðar eru hátíðahöld en sem dæmi má nefna að í Neskaupstað er í tólfta sinn haldin hátíðin Neistaflug. Þar eru að sögn lögreglu nokkur þúsund gestir og hefur hátíðin gengið stóráfallalaust fyrir sig. Tvö minniháttar fíkniefnamál hafa komið upp og teljast þau upplýst. Þá voru tveir teknir ölvaðir í Neskaupstað í nótt. Á Skagaströnd er Kántrýhátíð, Sæludagur eru í Vatnaskógi, á Sólheimum í Grímsnesi er boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla helgi, félag harmonikkuunnenda í Reykjavík er með hátíð í Árnesi, að venju er fjölskyldumót í Galtalæk og á Borgarfirði eystri er Álfaborgarsjens þar sem ýmsar uppákomur verða fyrir alla fjölskylduna. Þetta er einungis hluti af því sem boðið er upp á þessa Verslunarmannahelgi og er meira að segja fullt í boði fyrir þá höfuðborgarbúa sem ekki ætla að fara neitt. Hátíðir eru bæði í Fjölskyldu og húsdýragarðinum og í Árbæjarsafni auk þess sem Innipúkinn er kominn á kreik að vanda. Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hátíðahöld fara vel af stað þessa verslunarmannahelgi og virðast landsmenn skemmta sér hið besta um land allt. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir umferðina hafa gengið vel fyrir sig það sem af er helgarinnar en minnir ökumenn á virða hraðatakmarkanir, sýna tillit og aka eftir aðstæðum. Stöðugur straumur hefur verið af bílum norður í land, en mikill mannfjöldi er á hátíðinni Ein með öllu á Akureyri. Bragi Bergmann sem er í forsvari hátíðarinnar segir aðsóknina hafa farið fram úr björtustu vonum. Svo margt sé um manninn að tjaldstæðin hafi yfirfyllst og þurfti að vísa fólki á tjaldstæði utan Akureyrar en tjaldsvæin á Dalvík fylltust einnig. Bragi segir um sex þúsund manns gista á tjaldsvæðum Akureyrarbæjar og um tvö þúsund á tjaldsvæðum í nágrenni bæjarins. Þá segir hann víða tjaldað í görðum við heimahús, hótel og gistiheimili séu fullbókuð og dvalið í flestum orlofshúsum. Ákveðið var í morgun að bæta við nýju tjaldsvæði úti í þorpi við félagsheimili Þórs og verður tekið á móti nýjum gestum þar. Bragi segir ekki hægt að biðja um betri gesti. Allir hafi verið mjög ánægðir á samráðsfundi sem haldinn var í morgun. Ekkert útkall hafi verið hjá barnaverndarnefnd sem var á vakt í alla nótt. Tólf fíkniefnamál hafa komið upp en Bragi segir þau öll minniháttar. Sex hafi verið teknir úr umferð vegna ölvunar. Átta voru fluttir á slysadeild en flest tilfellin voru minniháttar. Þetta segir Bragi ótrúlegan árangur miðað við að um 26 þúsund manns séu á Akureyri nú, það er þegar íbúar eru taldið með. Þennan árangur þakkar Bragi þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum að byggja upp fjölskylduhátíð. Þá séu veðurguðirnir Akureyringum hliðhollir. Tíu þúsund manns eru á unglingalandsmótinu á Sauðárkróki í blíðskaparveðri. Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri mótsins segir ótrúlega gaman. Mikill hiti sé á Sauðárkróki og allt gangi upp. Langflestir hafi verið farnir að sofa klukkan hálf eitt í nótt, en tjaldsvæðum er lokað á miðnætti fyrir umferð óviðkomandi. Ómar segir fólk óska eftir þessu enda byrji keppni snemma. Veðurguðirnir virðast hafa ákveðið að það gangi ekki til lengdar að misskipta gæðunum og hefur víða ræst úr veðri. Á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru á bilinu átta til níu þúsund manns. Páll Scheving er framkvæmdastjóri ÍBV. Hann segir framkvæmd hátíðarinnar hafa gengið ótrúlega vel. Fyrir einhverja guðslukku hafi veðurspá ekki gengið eftir og nú sé hæg sunnanátt og sól og blíða. Lögreglan í Vestmannaeyjum er ánægð með ástandið þrátt fyrir að fíkniefnamál séu komin á þriðja tug. Tvö fíkniefnamál teljast stór, það er að segja magnið það mikið að ekki er hægt að tala um efni til eigin neyslu. Hald hefur verið lagt á hátt í áttatíu grömm af amfetamíni. Víðar eru hátíðahöld en sem dæmi má nefna að í Neskaupstað er í tólfta sinn haldin hátíðin Neistaflug. Þar eru að sögn lögreglu nokkur þúsund gestir og hefur hátíðin gengið stóráfallalaust fyrir sig. Tvö minniháttar fíkniefnamál hafa komið upp og teljast þau upplýst. Þá voru tveir teknir ölvaðir í Neskaupstað í nótt. Á Skagaströnd er Kántrýhátíð, Sæludagur eru í Vatnaskógi, á Sólheimum í Grímsnesi er boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla helgi, félag harmonikkuunnenda í Reykjavík er með hátíð í Árnesi, að venju er fjölskyldumót í Galtalæk og á Borgarfirði eystri er Álfaborgarsjens þar sem ýmsar uppákomur verða fyrir alla fjölskylduna. Þetta er einungis hluti af því sem boðið er upp á þessa Verslunarmannahelgi og er meira að segja fullt í boði fyrir þá höfuðborgarbúa sem ekki ætla að fara neitt. Hátíðir eru bæði í Fjölskyldu og húsdýragarðinum og í Árbæjarsafni auk þess sem Innipúkinn er kominn á kreik að vanda.
Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira