Óhæft húsnæði veldur vetrarkvíða 30. júlí 2004 00:01 Vaxandi kurr er í starfsmönnum Impregilo við Kárahnjúka vegna ýmissa aðstæðna sem þeir verða að búa við á svæðinu. Menn kvíða mjög vetrinum vegna íbúðaskálanna sem eru innfluttir og engan veginn sagðir henta íslenskum aðstæðum yfir vetrartímann. Eru menn þá minnugir síðasta vetrar þegar í ljós kom, að þau héldu hvorki vatni né vindum. Sandur smaug inn í þau, síðan fennti inn og þak gaf sig undan snjóþunganum. Þá er lengd úthalds sem portúgölsku starfsmönnunum er gert að starfa undir sagt áhyggjuefni. Enn fremur eru uppi óánægjuraddir með matinn sem starfsmönnum er boðið upp á. Telja menn merkja mjög að þar sé farið að skera við nögl og spara í innkaupum. Hins vegar eru öryggismálin á svæðinu sögð í góðu lagi núna og öll atriði sem varða launamál hafi færst mjög til betri vegar. Stöðugt er fylgst með þeim málum. Oddur Friðriksson trúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka staðfesti aðspurður við blaðið í gær, að ofangreind atriði væru áhyggjuefni starfsmanna. "Ég er meðal þeirra sem hafa stöðugar áhyggjur af þessum starfsmannahúsum," sagði hann. "Hér á að koma vinnuflokkur og skipta um þök á þeim fyrir haustið. Það breytir því ekki að ég kvíði vetrinum. Húsin eru eins og þau eru, en menn verða að búa við það. Þessi hús eiga aldrei eftir að verða fullnægjandi. Þau eldast fljótt og eldast illa. Það þarf mikið að laga þau til þess að þau séu frambærileg. Þar má nefna hurðir, glugga og lagnir. Þau standast ekki íslenskar kröfur." Oddur kvaðst taka undir áhyggjur manna af matnum. Honum væri farið að hraka. Menn teldu sig merkja að nú væri farið að kaupa ódýrt hráefni og skera kostnaðinn niður. Það væri áhyggjuefni. Þá væri lengd úthalds erlendu verkamannanna, einkum Portúgalanna, óviðunandi. Þeir ynnu samfleytt í fimm og hálfan mánuð en fengju aðeins einn frídag í viku. Verkalýðshreyfingin væri með vaxandi kröfur um að stytta vinnutíma þeirra verulega. "Þetta eru alltof löng úthöld," sagði Oddur. "En þetta síðastnefnda mál heyrir beint undir stjórnvöld. Þeim ber að koma á reglugerð varðandi aðkomu erlendra starfsmannaleiga að landinu." Fréttir Innlent Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Vaxandi kurr er í starfsmönnum Impregilo við Kárahnjúka vegna ýmissa aðstæðna sem þeir verða að búa við á svæðinu. Menn kvíða mjög vetrinum vegna íbúðaskálanna sem eru innfluttir og engan veginn sagðir henta íslenskum aðstæðum yfir vetrartímann. Eru menn þá minnugir síðasta vetrar þegar í ljós kom, að þau héldu hvorki vatni né vindum. Sandur smaug inn í þau, síðan fennti inn og þak gaf sig undan snjóþunganum. Þá er lengd úthalds sem portúgölsku starfsmönnunum er gert að starfa undir sagt áhyggjuefni. Enn fremur eru uppi óánægjuraddir með matinn sem starfsmönnum er boðið upp á. Telja menn merkja mjög að þar sé farið að skera við nögl og spara í innkaupum. Hins vegar eru öryggismálin á svæðinu sögð í góðu lagi núna og öll atriði sem varða launamál hafi færst mjög til betri vegar. Stöðugt er fylgst með þeim málum. Oddur Friðriksson trúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka staðfesti aðspurður við blaðið í gær, að ofangreind atriði væru áhyggjuefni starfsmanna. "Ég er meðal þeirra sem hafa stöðugar áhyggjur af þessum starfsmannahúsum," sagði hann. "Hér á að koma vinnuflokkur og skipta um þök á þeim fyrir haustið. Það breytir því ekki að ég kvíði vetrinum. Húsin eru eins og þau eru, en menn verða að búa við það. Þessi hús eiga aldrei eftir að verða fullnægjandi. Þau eldast fljótt og eldast illa. Það þarf mikið að laga þau til þess að þau séu frambærileg. Þar má nefna hurðir, glugga og lagnir. Þau standast ekki íslenskar kröfur." Oddur kvaðst taka undir áhyggjur manna af matnum. Honum væri farið að hraka. Menn teldu sig merkja að nú væri farið að kaupa ódýrt hráefni og skera kostnaðinn niður. Það væri áhyggjuefni. Þá væri lengd úthalds erlendu verkamannanna, einkum Portúgalanna, óviðunandi. Þeir ynnu samfleytt í fimm og hálfan mánuð en fengju aðeins einn frídag í viku. Verkalýðshreyfingin væri með vaxandi kröfur um að stytta vinnutíma þeirra verulega. "Þetta eru alltof löng úthöld," sagði Oddur. "En þetta síðastnefnda mál heyrir beint undir stjórnvöld. Þeim ber að koma á reglugerð varðandi aðkomu erlendra starfsmannaleiga að landinu."
Fréttir Innlent Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira