Innlent

Fólki undir 18 ára vísað frá

Ungmennum undir 18 ára aldri verður ekki hleypt inn á tjaldsvæði Akureyrarbæjar nema í fylgd með forráðamanni um verslunarmannahelgina. Á Akureyri verður haldin fjölskylduhátíðin "Ein með öllu". Fólki undir 18 ára verður vísað frá og óheimilt er að tjalda annars staðar en á skipulögðum tjaldsvæðum innan bæjarmarkanna. Aðaltjaldsvæðið á Akureyri er að Hömrum, norðan Kjarnaskógar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×