Innlent

Skýrslutökur halda áfram

Jón Gerald Sullenberger mætti til frekari skýrslutöku hjá Ríkislögreglustjóra klukkan hálf tólf í dag en hann var í rúmar sex klukkustundir að gefa skýrslu þar í gær um viðskipti sín við Baug. Upphaflega átti að taka skýrslu af Jóni fyrir dómi, þar sem öllum yrði heimill aðgangur, en því var breytt og ákveðið að gera það fyrir luktum dyrum hjá Ríkislögreglustjóra. Jón vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins áður en hann hélt til fundar við starfsmenn Ríkislögreglustjóra fyrir hádegið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×