Popptónleikar eða flokksþing? 27. júlí 2004 00:01 Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent