Erlent

Serbar leita stríðsglæpamanns

Yfirvöld í Serbíu-Svartfjallalandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur meints stríðsglæpamanns sem flúði fyrir viku síðan. Goran Hadzic flúði á föstudag fyrir viku eftir að Sameinuðu þjóðirnar birtu honum ákæru fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Krajina-héraði árin 1992--1993. Grunur leikur á að serbneska lögreglan hafi ef til vill aðstoðað Hadzic við flóttann en yfirvöld heita að rannsaka hvort svo sé. Serbar eru undir miklum þrýstingi frá Sameinuðu þjóðunum að taka á málum þeirra sem grunaðir eru um stríðsglæpi og eiga á hættu að viðskiptabann verði sett á þá sýni þeir ekki samstarfsvilja



Fleiri fréttir

Sjá meira


×