Erlent

Skýrsla um 11. sept. gerð opinber

Bandarískum stjórnvöldum og leyniþjónustum mistókst árum saman að gera sér grein fyrir umfangi þeirrar ógnar sem stafaði af íslömskum öfgamönnum, og þau þjáðust af sameiginlegum skorti á ímyndunarafli. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar vestan hafs sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Skýrslan var gerð opinber í dag og þykir hún undirstrika að bæði ríkisstjórnir George W. Bush og Bills Clintons hafi gert alvarleg mistök með því að sjá ekki fyrir, og reyna þannig að hindra, að flugræningjum í hryðjuverkasamtökum al-Kaída tækist að fljúga á tvíburaturnana í New York og á byggingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Washington. Árásirnar kostuðu þrjú þúsund manns lífið. Bandaríska rannsóknarnefndin leggur m.a. til að stofnuð verði sérstök landsmiðstöð gegn hryðjuverkum með það að markmiði að samhæfa betur aðgerðir og upplýsingaflæði í tengslum við hryðjuverkaógnir í framtíðinni. Myndin var tekin af Pentagon, byggingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins, daginn eftir árásirnar 11. september 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×