Erlent

Japan og S-Kórea lofa aðstoð

Japan og Suður-Kórea ætla að leggja stjórnvöldum í Norður-Kóreu lið í efnahagsmálum, þegar og ef kjarnorkudeila landanna leysist. Þetta kom fram á blaðamannfundi Junichiro Koizumis, forsætisráðherra Japans, og Roh Moo-hyuns, forseta Suður Kóreu, í morgun. Norður-Kóreumenn hafa haft kjarnorkuvopn í fórum sínum undanfarin ár og er ástandið í heimshlutanum því spennuþrungið. Efnahagsástandið í landinu er hins vegar mjög slæmt og lofa stjórnvöld í Japan og Suður-Kóreu efnahagsaðstoð og ýmis konar efnahagssamvinnu ef Norður-Kóreumenn sjá að sér. Á meðfylgjandi mynd má sjá Junichiro Koizumis, forsætisráðherra Japans (t.v.), og Roh Moo-hyuns, forseta Suður Kóreu, á fundinum í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×