Erlent

Geta pissað á matinn sinn

Svangir hermenn með takmarkaðar vatnsbirgðir og einungis þurrmat í farteskinu geta bráðum farið að nota óhreint vatn eða jafnvel þvag til koma í veg fyrir vatnsskort. Bandaríski herinn hefur framleitt sérstakan poka með þurrmat sem er með síu á endanum. Sía þessi nær að sía 99% af bakteríum úr vökvanum, hvort sem um ræðir óhreint vatn eða þvag. Vökvinn fer inn í pokann og bleytir vel upp í matarskammtinum. Þetta mun verða til þess að hermenn í erfiðum verkefnum sem þurfa að ferðast langar leiðir þurfa jafnvel ekki að hafa með sér vatn. Fyrir tveimur árum fundu sömu menn upp samloku sem helst fersk í allt að þrjú ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×