Erlent

Saddam afhentur Írökum

Eftir flótta og felur í holum, fangelsisvist hjá Bandaríkjaher og yfirheyrslur, er Saddam Hússein á ábyrgð landa sinna, sem hyggjast ákæra hann á morgun. Óbreyttum Írökum virðist þó standa á sama og vilja frekar að tekist sé á við vanda samtíðar en fortíðar. Þó að Saddam sé nú á ábyrgð og verksviði nýrra írakskra yfirvalda situr hann eftir sem áður í bandarísku herfangelsi og bíður réttarhalda, ásamt fjölda annarra háttsettra manna innan fyrrverandi stjórnar hans. Lögfræðingur Saddams er allt annað en sáttur við atburði dagsins og segir réttarhöld fáránleg; örlög Saddams hafi þegar verið ráðin. Réttarhöldin verði ekki sanngjörn þar sem Bush forseti Bandaríkjanna hafi lýst því yfir í áætlun að láta ekki staðar numið fyrr en Saddam yrði afentur írökskum stjórnvöldum sem síðan myndu dæma hann í lífstíðarfangelsi. Þetta segir hann ætla að ganga eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×