Leitað logandi ljósi að leiðtoga 20. júní 2004 00:01 Leiðtogar Evrópusambandsríkja leita nú logandi ljósi að frambjóðanda, sem gæti tekið við af Romano Prodi í forsæti framkvæmdastjórnar ESB. Tveir Norðurlandabúar eru taldir koma til greina í embættið. Á sama tíma og leiðtogar Evrópusambandsríkja fögnuðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins, kraumaði undir niðri ósætti um hið mikilvæga mál hver leysi Romano Prodi af sem forseti framkvæmdastjórnarinnar til næstu fimm ára. Staðan er gífurlega mikilvæg og er ljóst að framundan eru mikil hrossakaup um hver hreppi hnossið. Á leiðtogafundinum í Brussel voru reyndar tveir frambjóðendur um hituna en þeir gáfust báðir upp vegna andstöðu ýmissa ríkja. Bretar buðu fram Chris Patten, utanríkisstjóra ESB, en Frakkar töldu skilyrði að fyrir valinu yrði einhver frá „hinum rótgrónari“ ESB ríkjum sem væri auk þess aðili að evrunni og Schengen. Þetta mæltist illa fyrir hjá hinum tíu ríkjum sem standa þar fyrir utan, en Patten ákvað samt að draga sig í hlé. Frakkar og Þjóðverjar studdu sameiginlega Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, en sú var tíðin að Frakkar og Þjóðverjar - hin svokallaða fransk-þýska evrópueimreið - réðu máli sem þessu. Tony Blair segir að þetta sé liðin tíð og þjóðirnar verði að venjast því að þarna sé 25 þjóða ríkjasamband, en ekki aðeins sex, og enn síður aðeins tveggja ríkja samband. Þar með var Verhofstadt líka úr leik. Og þá hefst leitin að nýju. Í gær sagði Javier Solana, yfirmaður utanríkismála ESB, að hann myndi varla hafna því, ef til hans yrði leitað. Franska blaðið Le Monde telur þrjá menn helst koma til greina: Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og Jean-Luc Dehaene, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem eru vafalaust af Bretum taldir of hallir undir Evrópusamrunann. Sá þriðji er Portúgalinn Antonio Vitorino, dómsmálastjóri ESB. Hann er hinsvegar sósíalisti sem standa höllum fæti í sambandinu um þessar mundir. Þá er horft norður og koma þar tveir til greina: Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, en hans vandi er að Danir eru ekki aðilar að evrunni, og svo Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra Finna, sem reyndar er enn einn jafnaðarmaðurinn. Hvað sem verður er ljóst að símalínur glóa á milli leiðtoga Evrópusambandsríkjanna næstu daga, enda kominn tími til að finna hinn rétta og skála að nýju í Brussel. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkja leita nú logandi ljósi að frambjóðanda, sem gæti tekið við af Romano Prodi í forsæti framkvæmdastjórnar ESB. Tveir Norðurlandabúar eru taldir koma til greina í embættið. Á sama tíma og leiðtogar Evrópusambandsríkja fögnuðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins, kraumaði undir niðri ósætti um hið mikilvæga mál hver leysi Romano Prodi af sem forseti framkvæmdastjórnarinnar til næstu fimm ára. Staðan er gífurlega mikilvæg og er ljóst að framundan eru mikil hrossakaup um hver hreppi hnossið. Á leiðtogafundinum í Brussel voru reyndar tveir frambjóðendur um hituna en þeir gáfust báðir upp vegna andstöðu ýmissa ríkja. Bretar buðu fram Chris Patten, utanríkisstjóra ESB, en Frakkar töldu skilyrði að fyrir valinu yrði einhver frá „hinum rótgrónari“ ESB ríkjum sem væri auk þess aðili að evrunni og Schengen. Þetta mæltist illa fyrir hjá hinum tíu ríkjum sem standa þar fyrir utan, en Patten ákvað samt að draga sig í hlé. Frakkar og Þjóðverjar studdu sameiginlega Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, en sú var tíðin að Frakkar og Þjóðverjar - hin svokallaða fransk-þýska evrópueimreið - réðu máli sem þessu. Tony Blair segir að þetta sé liðin tíð og þjóðirnar verði að venjast því að þarna sé 25 þjóða ríkjasamband, en ekki aðeins sex, og enn síður aðeins tveggja ríkja samband. Þar með var Verhofstadt líka úr leik. Og þá hefst leitin að nýju. Í gær sagði Javier Solana, yfirmaður utanríkismála ESB, að hann myndi varla hafna því, ef til hans yrði leitað. Franska blaðið Le Monde telur þrjá menn helst koma til greina: Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og Jean-Luc Dehaene, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem eru vafalaust af Bretum taldir of hallir undir Evrópusamrunann. Sá þriðji er Portúgalinn Antonio Vitorino, dómsmálastjóri ESB. Hann er hinsvegar sósíalisti sem standa höllum fæti í sambandinu um þessar mundir. Þá er horft norður og koma þar tveir til greina: Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, en hans vandi er að Danir eru ekki aðilar að evrunni, og svo Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra Finna, sem reyndar er enn einn jafnaðarmaðurinn. Hvað sem verður er ljóst að símalínur glóa á milli leiðtoga Evrópusambandsríkjanna næstu daga, enda kominn tími til að finna hinn rétta og skála að nýju í Brussel.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira