Aftur heppnast geimskot Starship Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2025 11:57 Starship og Super Heavy skotið á loft frá Texas í gærkvöldi. AP/Eric Gay Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu. Starship og eldflaugin Super Heavy er stærsta samstæða sem byggð hefur verið og var þeim skotið á loft frá stjórnstöð SpaceX í Texas. Geimfarið fór á braut um jörðu en eldflaugin sneri aftur til jarðar og líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. Starship's eleventh flight test reached every objective, providing valuable data as we prepare the next generation of Starship and Super Heavy → https://t.co/YmvmGZTV8o pic.twitter.com/gO0i8XFWIH— SpaceX (@SpaceX) October 14, 2025 Starship geimfarið var einnig látið líkja eftir lendingu en á Indlandshafi. Á vef SpaceX segir að það hafi heppnast vel. Nú á að leggja áherslu á næstu kynslóð Starship og Super Heavy, en bygging þeirra geimfara og eldflauga er þegar hafin og á það sama við undirbúning fyrir næstu tilraunaskot. Bandaríkin SpaceX Elon Musk Geimurinn Tengdar fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Stjórn Tesla hefur beðið hluthafa um að samþykkja launapakka fyrir Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins og stærsta hluthafa, sem hljómar upp á allt að billjón dala yfir næsta áratuginn. Musk er þegar auðugasti maður heimsins. 5. september 2025 16:13 Tilraunaskotið heppnaðist loksins Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. 27. ágúst 2025 11:37 Tíunda skotið klikkaði Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt. Af henni varð ekki. 25. ágúst 2025 08:20 Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum. 31. júlí 2025 11:56 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Starship og eldflaugin Super Heavy er stærsta samstæða sem byggð hefur verið og var þeim skotið á loft frá stjórnstöð SpaceX í Texas. Geimfarið fór á braut um jörðu en eldflaugin sneri aftur til jarðar og líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. Starship's eleventh flight test reached every objective, providing valuable data as we prepare the next generation of Starship and Super Heavy → https://t.co/YmvmGZTV8o pic.twitter.com/gO0i8XFWIH— SpaceX (@SpaceX) October 14, 2025 Starship geimfarið var einnig látið líkja eftir lendingu en á Indlandshafi. Á vef SpaceX segir að það hafi heppnast vel. Nú á að leggja áherslu á næstu kynslóð Starship og Super Heavy, en bygging þeirra geimfara og eldflauga er þegar hafin og á það sama við undirbúning fyrir næstu tilraunaskot.
Bandaríkin SpaceX Elon Musk Geimurinn Tengdar fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Stjórn Tesla hefur beðið hluthafa um að samþykkja launapakka fyrir Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins og stærsta hluthafa, sem hljómar upp á allt að billjón dala yfir næsta áratuginn. Musk er þegar auðugasti maður heimsins. 5. september 2025 16:13 Tilraunaskotið heppnaðist loksins Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. 27. ágúst 2025 11:37 Tíunda skotið klikkaði Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt. Af henni varð ekki. 25. ágúst 2025 08:20 Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum. 31. júlí 2025 11:56 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Stjórn Tesla hefur beðið hluthafa um að samþykkja launapakka fyrir Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins og stærsta hluthafa, sem hljómar upp á allt að billjón dala yfir næsta áratuginn. Musk er þegar auðugasti maður heimsins. 5. september 2025 16:13
Tilraunaskotið heppnaðist loksins Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. 27. ágúst 2025 11:37
Tíunda skotið klikkaði Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt. Af henni varð ekki. 25. ágúst 2025 08:20
Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum. 31. júlí 2025 11:56