Erlent

Ákæra Saddam eða sleppa honum

Alþjóðleg nefnd Rauða krossins hvetur stjórnvöld í Írak til að leggja fram ákærur á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, eða sleppa honum ella þegar heimamenn taka við stjórnartaumunum í Írak. Talsmaður Rauða krossins í Bagdad sagði við fréttmenn í dag að samkvæmt alþjóðalögum og herlögum eigi að sleppa stríðsföngum og óbreyttum borgurum sem hafa verið fangelsaðir um leið og stríði eða hersetu lýkur, nema þeir hafi verið ákærðir. Hussein hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá því í desember þegar hann fannst í neðanjarðarbyrgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×